Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 453  —  432. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kæfisvefnsrannsóknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvað er hægt að framkvæma margar kæfisvefnsrannsóknir í senn á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) annars vegar og Landspítala hins vegar og hvað var greitt fyrir margar slíkar rannsóknir á ári hverju síðastliðin fimm ár á hvorri stofnun fyrir sig?
     2.      Hvaða stofnanir framkvæma kæfisvefnsrannsóknir?
     3.      Hversu margir einstaklingar fara á Landspítala af upptökusvæði SAk í kæfisvefnsrannsóknir?
     4.      Hversu hár er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þeirra sem fara á Landspítala en gætu annars farið á SAk?
     5.      Má gera ráð fyrir því að kostnaður einstaklings á upptökusvæði SAk sem fer í kæfisvefnsrannsókn á Landspítala sé meiri en ef viðkomandi fengi þjónustu á SAk? Ef svo er, hversu miklu munar í kostnaði?


Skriflegt svar óskast.